Lýsum upp skammdegið

4. febrúar 2017
Ræst kl:19:00 við Hörpu

Skráning og afhending gagna
Kl.14:00-18:30 í anddyri Hörpu
 

facebook instagram twitter

 

 

 

                                                                                

Viðburðurinn

Slepptu af þér beislinu þegar þú upplifir upplýstar götur Reykjavíkurborgar. Skelltu þér í 5km hlaupa upplifun
um miðbæ Reykjavíkur. Allir þátttakendur fá upplýstan varning sem lýsir í gegnum allan viðburðinn. Þannig verður þú
hluti af sýningunni frá byrjun til enda. Þetta er 5km skemmtiskokk eða ganga um miðbæ Reykjavíkur þar sem
keppendur munu upplifa borgina í nýju ljósi. Þátttakendur fá allir stemmningspoka með upplýstum glaðningi
líkt og gleraugum, hring og hálsfesti. Upplifðu spennuna, orkuna og andrúmsloftið. Finndu taktinn þegar
blikkandi ljósin vísa þér veginn á skemmtistöðvarnar sem með fjölbreytileika sínum
leiðast í tónlist og lýsingu. Hlaupið er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar og
WOW Reykjavík International Games.

Engin tímataka er í hlaupinu því það er ekki „keppni“ sem slík, þetta er upplifun. WOW Northern Lights Run snýst um heilbrigða líðan,
skemmtun og að eyða undraverðu kvöldi með vinum og fjölskyldu. Við hvetjum þig til að gera kvöldið skemmtilegt
og eftirminnilegt í hlaupinu. Göngugarpar eru velkomnir! Við skiljum fullkomlega að þú viljir taka því rólega og
meðtaka andrúmsloftið og stemmninguna……..við biðjum þá sem kjósa að ganga að halda sig hægra megin
svo hlauparar komist áfallalaust framhjá vinstra  megin.

Þetta er ÞITT tækifæri til að skína þannig að við bjóðum þér að koma með sköpunargleðina. Vertu sýnilegur og hjálpaðu okkur
að vekja viðburðinn til lífs. Við hvetjum þátttakendur að koma upplýstir með neon dót og truflað bjarta liti.
Ekki halda aftur af þér – farðu langt út fyrir ramman. Hafðu þó í huga að veðráttan á Íslandi kemur sífellt á óvart
þannig að klæddu þig eftir veðri. Við hvetjum alla þátttakendur að mæta tímanlega.

Taktu laugardagskvöldið 4. febrúar kl: 19:00 frá og lýstu upp myrkrið með okkur.
Við byrjum í Hörpu!

Skemmtistöðvar

Í hlaupinu fara þátttakendur á milli svokallaðra skemmtistöðva. Á skemmtistöðvunum mun tónlist og lýsing leika á alls oddi og verða þær jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Skemmtistöðvarnar í hlaupinu eru til að ýta undir upplifun þátttakenda.


Hallgrímskirkja

Þátttakendur hlaupa inn í Hallgrímskirkju, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur. Yfirnáttúrulegir tónar og lýsing kirkjunnar munu færa þátttakendur í aðrar víddir. Hallgrímskirkja er eini hluti leiðarinnar þar sem ekki má hlaupa.


Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur verður fagur skreytt ljósadýrð í tilefni dagsins að innan sem utan. Taktföst tónlistin mun leiða þátttakendur í gegnum húsið og er öllum leyfilegt að taka nokkur vel valin dansspor. Þar verður líka þrusu eftirpartý að hlaupi loknu fyrir þá sem kaupa sér lúxus miða.


Ráðhús Reykjavíkur

Ráðhúsið verður upplýst í tilefni Vetrarhátíðar. Þátttakendur munu síðan lýsa húsið upp að innan og taktur tónlistarinnar stýra hlaupa - göngutakti þeirra í gegnum húsið.


Harpa

Upphaf og endir hlaupsins verður við tónlistarhúsið Hörpu. Þátttakendur hittast í anddyrinu þar sem þeim er komið í rétta gírinn. Upphitun verður fyrir hlaupið við start línuna þar sem er von á miklu fjöri.

Kort

Hlaupið verður um miðbæ Reykjavíkur og er hlaupaleiðin um 5 km. Með fyrirvara um breytingar.

Bílaumferð

Truflanir verða á umferð í miðbænum frá klukkan 18:40-21:00

Óhjákvæmilega verður truflun á umferð í miðbænum á meðan hlaupið fer fram.
Sæbraut verður lokuð til vesturs frá klukkan 18:40 – 19:20.Þeirri umferð verður beint um Snorrabraut.
Mýrargata verður lokuð við Ægisgötu.
Hverfisgata verður lokuð við Klapparstíg.
Njarðargata verður lokuð upp að Hallgrímskirkju sem og Skólavörðustígur.
Umferð er beint að fara Hringbraut og gömlu hringbrautina.
Viljum við biðja íbúa sem og aðra gesti að kynna sér hlaupaleiðina vel og virða lokanir. Hlaupurum og gestum er bent á að leggja bílum sínum í bílastæðahús Hörpu sem og nýta sér önnur hús í borginni.
Myndir

#northernlightsruniceland

Gott að vita

Allir þátttakendur taka þátt á eigin ábyrgð og þurfa að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

Verið með keppnisnúmerið sýnilegt

Klæðist eftir veðri

Þeir sem ætla að ganga leiðina eru vinsamlegast beðnir um að halda sig hægra megin til að hleypa hlaupurum framhjá

Eins mikið og við elskum hunda verðum við að biðja þá að sitja hjá að þessu sinni.

Kerrur eru leyfðar og biðjum við þátttakendur að gera kerrurnar sýnilegar með lýsandi hlutum eða ljósum.
Einnig biðjum við ykkur að vera hægra megin til að hleypa hlaupurum framhjá.

Það má alls ekki hlaupa inní Hallgrímskirkju.

Sýnið öðrum þátttakendum þolinmæði.

Við lofum ekki að norðurljósin láti sjá sig.

Mætið tímanlega.

                                                                                                                                                                                

Skráning

Skráning hér á vefnum verður opin til miðnættis 3.febrúar en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum þann 4.febrúar. Þátttökugjaldið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og því mælum við með því að fólk skrái sig sem fyrst. Þátttakendur sækja skráningargögnin sín í Hörpu þann 4. febrúar. Skráningarborðið verður opið frá 14:00 til 18:30. Við biðjum ykkur að mæta tímanlega fyrir hlaup og taka þátt í upphitun með okkur.

Skráningarpakki:

Aðgangur að Northern Lights Run, hálsfesti/armband, LED hringur,
keppnisnúmer, LED gleraugu og eyrnaband frá Cintamani. Þátttakendur geta sótt
skráningargögnin sín í Hörpu 4.febrúar frá 14:00 - 18:30.
Í Hörpu verður einnig hægt að skrá sig.

Verð

1.nóv.2016 - 15.nóv.2016      3700 
16.nóv.2016 - 1.jan.2017      4300 
2.jan.2017 -  3.feb.2017        4900 
Hlaupadagur                         5500 

Skráðir foreldrar geta tekið börn 8 ára og yngri með sér í hlaupið án þess að skrá þau.
Ef börnin taka þátt án þess að skrá sig fá þau engan varning. Hægt verður að kaupa
hlaupavarning fyrir þátttakendur við afhendingu gagna á
hlaupadag í Hörpu milli 14 - 18:30.

Lúxus skráningarpakki:

20 ára aldurstakmark

Aðgangur að Northern Lights Run, hálsfesti/armband, LED hringur,
keppnisnúmer, LED gleraugu, hanska og eyrnaband frá Cintamani, sjálflýsandi andlitsmálning,
aðgangur að eftirpartýi í Listasafninu í Reykjavík, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík. Þátttakendur geta sótt
skráningargögnin sín í Hörpu 4.febrúar frá 14:00 - 18:30.
Í Hörpu verður einnig hægt að skrá sig.

Verð

1.nóv.2016 - 15.nóv.2016       6700 
16.nóv.2016 - 1.jan.2017        7300 
2.jan.2017 -  3.feb.2017         7900
Hlaupadagur                          8500

Afsláttur af flugi fyrir þátttakendur

 WOW air er aðal samstarfsaðili Norðurljósahlaupsins því fá allir þátttakendur 5% afslátt
þegar þeir bóka flug í gegnum vef WOW air. Bókaðu flugið með afsláttarkóðanum
til 1. febrúar næstkomandi kóðinn er : WOWNLRIBR Kóðinn gildir frá öllum
áfangastöðum WOW air til Íslands 15. janúar til 15. febrúar 2017. 

leit að flugi

  

Samstarfsaðilar

     cintamani      siminn spons logo   Kynnisferðir logo   powerade new sponsor2