Allir þátttakendur taka þátt á eigin ábyrgð og þurfa að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
- Verið sýnileg
- Klæðist eftir veðri
- Eins mikið og við elskum hunda verðum við að biðja þá að sitja hjá að þessu sinni.
- Kerrur eru leyfðar og biðjum við þátttakendur að gera kerrurnar sýnilegar með lýsandi hlutum eða ljósum. Hvetjum ykkur til að fara varlega og halda sig vinstra megin í brautinni svo aðrir geta tekið frammúr án slysa.
- Við viljum biðja ykkur um að hlaupa/ganga hægra megin á brautinni til þess að hleypa þeim sem fara hraðar en þú framhjá.
- Það má alls ekki hlaupa inni í Hallgrímskirkju.
- Sýnið öðrum þátttakendum þolinmæði.
- Við lofum ekki að norðurljósin láti sjá sig.
Og munið svo að mæta tímanlega.