Skráning hér á vefnum verður opin til 16:00 þann 8. febrúar 2025 en einnig verður hægt að skrá sig við afhendingu gagna og á staðnum á hlaupdag, laugardaginn 8. febrúar 2024 nema uppselt sé í hlaupið.
Verðskrá
Ofangreind gjöld eru í íslenskum krónum.
Hægt er að gera nafnabreytingu á meðan rafræn skráning er opin í hlaupið á „Mínum síðum".
Skráningarpakki
Innifalið í skráningarpakkanum er hlaupanúmer, glaðningur frá 66° Norður, armband sem blikkar í takt við tónlistina, túpa af andlitsmálningu, skemmtun á braut og drykkir eftir hlaup frá Ölgerðinni.
Fjölskyldu/vinapakki
Fjölskyldu / vinapakkinn inniheldur fjögur hlaupanúmer, tvo glaðninga frá 66°norður, tvö blikkandi fylgihluti, fjögur armbönd sem blikka í takt við tónlistina, fjórar túpur af andlitsmálningu, skemmtun á braut og drykkir eftir hlaup frá Ölgerðinni.
8 ára og yngri
Skráðir forráðamenn geta tekið börn 8 ára og yngri með sér í hlaupið án þess að skrá þau. Ef börnin taka þátt án þess að skrá sig fá þau engan varning. Hægt verður að kaupa hlaupavarning fyrir þátttakendur við afhendingu gagna og á hlaupadag.
Greiðsluleiðir
Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með öllum helstu debet- og kreditkortum og/eða gjafabréfi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn.
Hópskráning
Í skráningarkerfinu er hægt að skrá fleiri en einn þátttakanda í einu og borga fyrir þá í einni greiðslu. Fyrirtæki sem vilja skrá 10 eða fleiri til þátttöku geta haft samband.