Undirbúningur fyrir hlaup

    Afhending gagna

    Afhending gagna mun fara fram í verslun 66°Norður - Kringlunni, 2.hæð.

    Hægt verður að ná í gögnin á eftirfarandi tímum:

    • Föstudaginn 7. febrúar: 16:00 - 18:00
    • Laugardaginn 8. febrúar (hlaupadagur): 11:00 - 17:00

    Mínar Síður

    „Mínar síður" er svæði hlauparans þar sem hægt er að skoða og breyta persónuupplýsingum, breyta um vegalengd og kaupa ýmsan varning

    QR kóði

    Við afhendingu hlaupagagna eru þátttakendur beðnir að hafa QR kóða tilbúinn til að flýta fyrir afhendingu. QR kóðinn er sendur í tölvupósti til hlaupara fyrir afhendingu gagna. Einnig er hægt að finna QR kóðann og kvittun til útprentunar á „Mínum síðum".

    Gott að vita

    Hér má nálgast mikilvægar upplýsingar um það sem gott er að vita fyrir hlaupið. Allir þátttakendur taka þátt á eigin ábyrgð og er mikilvægt að fylgja settum leiðbeiningum til að tryggja öryggi og ánægju allra.

    Kort af hlaupaleið

    Hlaupaleiðin í Norðurljósahlaupinu er afar litrík og skemmtileg, þar sem hlaupið eða gengið er um miðborg Reykjavíkur á milli helstu kennileita borgarinnar. Hér má finna kort af hlaupaleiðinni.

    Truflun á umferð

    Laugardaginn 8. febrúar verða lokanir og truflanir á umferð vegna hlaupsins. Nánari upplýsingar um lokaðar götur og tímasetningar má nálgast hér.

Samstarfsaðilar

  • Corsa
  • Kristall
  • 66 Norður